Skólasetning 2022
Nú styttist í að skólastarf hefjist í Stóru-Vogaskóla. Skólasetning verður í Tjarnarsal þann 22. ágúst
kl. 09:00 hjá 1.-5. bekk
kl. 10:00 hjá 6.-10. bekk.
Foreldrar eru velkomnir á skólasetningu.
Sú breyting hefur orðið að kennsla hefst strax að lokinni skólasetningu.
Nemendur í 1.-5. bekk verða hjá umsjónarkennara til kl. 13 en 6.-10. bekkur er í þema/hópefli.
Frístund hefst þriðjudaginn 23. ágúst. Minnum á skráningar í Frístund í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is.
Frístund starfar alla virka daga frá kl. 13-16 fyrir 1.-4. bekk.
Hlökkum til samstarfsins skólaárið 2022-2023.