23. ágúst 2010

Skólasetning Stóru-Vogaskóla

Stóru-Vogaskóli var settur í dag og mættu yngri nemendur kl. 10:00 og þeir eldri kl. 11:00. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar mættu með börnum sínum. Að lokinni setningu fóru nemendur í stofur sínar með umsjónarkennurum til að fá afhentar stundartöflur sem og að fá ýmsar upplýsingar um starfið framundan. Á morgun verður síðan foreldradagur en þá mæta foreldrar með  nemendum til viðræðna við kennara.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School