8. júní 2009

Skólaslit í Stóru-Vogaskóla 9. júní

Skólaslit verða sem hér segir:

Kl.10 – 11 hjá 1.-4.bekk.
Allir mæta í Tjarnarsal í sínum  betri fötunum þar sem haldnar verða ræður og verðlaun veitt fyrir námsárangur og framfarir. Að því loknu fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofu og fá afhentan vitnisburð og kveðja.
 
Kl. 11-12 hjá 5.-7.bekk.
Allir mæta í Tjarnarsal í sínum  betri fötunum þar sem haldnar verða ræður og verðlaun veitt fyrir námsárangur og framfarir. Að því loknu fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofu og fá afhentan vitnisburð og kveðja.
 
Kl.13-14:30 hjá 8.-10.bekk.
Allir mæta í Tjarnarsal í sínum betri fötunum þar sem haldnar verða ræður og verðlaun veitt fyrir námsárangur og framfarir. Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram á þessum tíma og nemendum gefst færi á að kveðja kennara sína og starfsfólk. Sú nýlunda verður að þessu sinni að boðið verður uppá  kaffi og meðlæti og að því loknu fara nemendur með umsjónarkennara sínum í stofu og fá afhentan vitnisburð og kveðja.

Aðstandendur nemenda eru velkomnir á skólaslitin og eru hvattir til að mæta.

Skólastjóri

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School