3. júní 2011

Skólaslit í Stóru-Vogaskóla vorið 2011

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 2. júní, var Stóru-Vogaskóla slitið. Athöfnin fór fram í tvennu lagi, fyrst fyrir 1. - 7. bekk og síðan 8. - 10. bekk. Mikill fjöldi gesta sótti athöfnina, foreldrar, afar og ömmur, systkini og kunningjar. Nemendur Tónlistaskóla Voga léku á píanó við upphaf skólaslitanna, skólastjórnendur fluttu ávörp og afhentu margs konar viðurkenningar til nemenda fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum. Nemendur í 10. bekk voru útskrifaðir frá skólanum og þeim óskað velfarnaðar í því sem þeir munu taka sér fyrir hendur að þessu námi loknu. 10. bekkingar heiðruðu síðan þá starfsmenn skólans sem hafa kennt og unnið með þeim gegnum þeirra nám við skólann. Myndir frá skólaslitunum er að finna á myndavef heimasíðunnar.

Hér má sjá þá nemendur í 10. bekk sem hlutu viðurkenningar við skólaslit.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School