9. júní 2010

Skólaslit vor 2010 - skólabyrjun haustið 2010

Skólaslit Stóru-Vogaskóla fóru fram í Tjarnarsal föstudaginn 4.júní, kl.16 fyrir 1.-7.bekk og kl. 17 fyrir 8.-10 bekk.
Veittar voru viðurkenningar fyrir hæstu meðaleinkunn í 2.-10. bekk, fyrir hæstu einkunn í lestri í 1.bekk, fyrir framúrskarandi árangur í textíl, smíði, myndmennt og heimilisfræði og fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Nemendur í þessum hópi fengu bókaverðlaun.
Síðan fengu allir nemendur sem voru með meðaleinkunnina 8 og yfir í 2.-10.bekk viðurkenningarskjöl.
Allir 10.bekkingar fengu rós með sínum vitnisburðarblöðum. Þeir kvöddu síðan skólann sinn og starfsmenn með því að gefa þeim sem höfðu á einhvern hátt komið nálægt þeirra gæslu, aðstoð eða kennslu rós að gjöf.
Skólaslitin voru hátíðleg og skemmtileg stund og mjög góð mæting hjá foreldrum.
Skólinn byrjar aftur að loknu sumarleyfi mánudaginn 23.ágúst.
Skólastjórnendur
Sjá myndir á myndavef skólans.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School