Skólastarf næstu daga
Takmarkanir á skólahaldi hafa verið rýmkaðar samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra frá og með 1. janúar til og með 28. febrúar.
Helstu breytingar hjá okkur eru að frá og með 7. janúar getum við boðið öllum nemendum upp á kennslu samkvæmt stundaskrá án takmarkana í rýmum eða í mötuneyti.
Kennsla í valgreinum, lotu 2, hefst 11. janúar, næstkomandi mánudag.
Þetta þýðir að frá og með fimmtudaginn 7. janúar 2021 munum við kenna samkvæmt stundaskrá.
Munum að huga vel að sóttvörum og fara varlega, veiran er ekki farin.
Kær kveðja,
stjórnendur Stóru-Vogaskóla.