Skólastarfið byrjar vel og eru allir að komast í sína rútínu
-
Í fyrstu vikunni fór Jens með tvo nemendur sína niður á bryggju, komu þeir svo lukkulegir til baka með veglegan þorsk, sem vakti að sjálfsögðu mikla kátínu hjá drengjunum.
-
Kajak er nýtt VAL hjá eldri nemendum og fer vel í nemendur jafnt sem kennara sem eiga þar í hlut enda erum við með frábæra aðstöðu hér í okkar sveitafélagi niður á höfn til að stunda þetta skemmtilega sport.
-