17. september 2015

Skólastarfið byrjar vel og eru allir að komast í sína rútínu

-

Í fyrstu vikunni fór Jens með tvo nemendur sína niður á bryggju, komu þeir svo lukkulegir til baka með veglegan þorsk, sem vakti að sjálfsögðu mikla kátínu hjá drengjunum.

   

-

Kajak er nýtt VAL hjá eldri nemendum  og fer vel í nemendur jafnt sem kennara sem eiga þar í hlut enda erum við með frábæra aðstöðu hér í okkar sveitafélagi niður á höfn til að stunda þetta skemmtilega sport.

 

-

Í næstu viku munu nemendur í 4. , 7. og 10 bekk þeyta samræmdu prófin og mun það hafa að einhverju leiti áhrif á skólastarfið þá vikuna hjá þeim nemendum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School