22. janúar 2016

Skólaþing 6.-10. bekk

Skólaþing í Tjarnarsal
 

Í dag, föstudaginn 22.janúar, var haldið skólaþing í Stóru-Vogaskóla. Umræðuefni þingsins var niðurstöður úr nemendakönnunum Skólapúlsins síðustu ár. Í þeim könnunum eru nemendur úr 6.-10.bekk spurðir ýmissa spurninga sem varða nám þeirra, líðan og skóla- og bekkjaranda.

Stjórn nemendafélagsins hefur verið að rýna í niðurstöðurnar frá því í lok nóvember, ásamt Jens sem heldur utan um stjórn nemendafélagsins og Svövu skólastjóra, og í dag kynntu þau niðurstöðurnar fyrir nemendum í 6.-10.bekk. Að því loknu var nemendum skipt í hópa og þau ræddu niðurstöðurnar og komu með ýmsar hugmyndir til úrbóta. Til þessarar vinnu höfðu þau 80 mínútur og í miðju kafi gerðum við stutt hlé og allir fengu kakó og kex.

Í stuttu máli sagt stóðu nemendur sig alveg frábærlega vel, bæði þeir sem kynntu, hópstjórar og þátttakendur allir. Allir voru jákvæðir, frjóir og áhugasamir.

Næstu skref eru þau að stjórnin fer yfir niðurstöður skólaþingsins, gerir þær sýnilegar og býr til áætlun um úrbætur.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School