20. apríl 2018

Skólaþing nemenda

 

Árlegt skólaþing nemenda var haldið í Tjarnarsal þriðjudaginn 17.apríl kl: 9:40-11:00. Skólaþingið er hugsað sem vettvangur nemenda í 6.-10.bekk til að velta fyrir sér og tjá sig um málefni sem þau hafa mestan áhuga á að ræða. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins: Geðheilsa/kvíði. Að venju fengum við gestafyrirlesara og fyrir valinu varð Ólafur Stefánsson handboltakappi en hann hefur víða haldið fyrirlestra um hegðun/líðan. Það má segja að Óli Stef hafi talað tæpitungulaust um mismunandi aðstæður og meðfædda hæfileika en hann lagði mikla áherslu á það að hver og einn hefur mest áhrif á það sjálfur hvernig hann vinnur úr því. Hann varaði nemendur við því  að setjast í dómarasætið yfir öðrum og að falla ekki í þá gryfju að vera endalaust fórnarlömb. Að fyrirlestri loknum voru krakkar í 6.-10. bekk settir í hóp þar sem hópstjórar stýrðu umræðu tengda málaflokknum.

Hér má sjá fleiri myndir frá þinginu

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School