6. febrúar 2017

Skólaþing Nemendafélagsins 3.feb

 

Skólaþing Nemendafélags Stóru-Vogaskóla 


6.-10.bekkur 

3.febrúar 2017 

METNAÐUR 

Nemendafélag Stóru-Vogaskóla hefur ásamt kennurum undirbúið skólaþing síðan í nóvember. Að þessu sinni var yfirskriftin metnaður eða hvernig á að bæta metnað í námi, í lífinu og velta nemendur fyrir sér ýmsum spurningum sem stjórnin hefur undirbúið. Við undirbúning fengu nemendur þá hugmynd að gaman væri að fá einhvern frægan til að ,,peppa up" eða halda hvatningarræðu. Efst á lista var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Og.....hann kom, sá og sigraði! 

Formaður nemendafélagsins, Jón Gestur Ben Birgisson, setti þingið, nemandi í 10.bekk, Fanney Magnúsdóttir, spilaði á flygil og allir nemendur skólans, rétt um 200 talsins sungu skólasönginn. Að því loknu talaði forsetinn til þeirra allra og hvatti áfram. Síðan fóru nemendur í hópavinnu. Skólaþingið gekk frábærlega vel og voru allir sammála því að nemendur hefðu verið sjálfum sér til fyrirmyndar. Í huga mér er efst þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd þingsins og sáu til þess að eftirvænting og gleði réði ríkjum. Til hamingju með góðan dag. 

Hér er hægt að lesa fréttina hjá Víkurfréttum

Svava Bogadóttir, skólastjóri

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School