Skóli hefst samkvæmt stundaskrá 6. apríl
Ný reglugerð um skólahald grunnskóla kom út í dag og gildir til 15. apríl. Þar kemur fram að grunnskólastarf getur hafist á þriðjudegi eftir páska líkt og skóladagatal gerir ráð fyrir. Skólastarf verður með hefðbundnu sniði samkvæmt stundaskrá.
Engin grímuskylda er hjá nemendum þótt slíkt gildi fyrir starfsfólk í sameiginlegum rýmum og ef nánd við nemendur er minni en 2 m við kennslu/samskipti. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Starfsemi Frístundar er óbreytt.
Varðandi leyfi fyrir nemendur, hvort heldur vegna veikinda eða annarra ástæðna, gilda sömu reglur og áður og engar sérstakar undanþágur eru í gildi vegna sóttvarnaáherslna.
Í stuttu máli eru breytingarnar óverulegar frá þeim sem við höfum unnið með að undanförnu.
Með von um gleðilega páska og bjartari stundir með vorinu sem fram undan er.
Stjórnendur Stóru-Vogaskóla