28. janúar 2010

Sólkerfið skoðað í 6. bekk

Síðustu 2 vikurnar var 6. bekkur að bæta við þekkingu sína á sólkerfinu. Í einum tímanum bjuggu þau tvö saman til hver sína reikistjörnu (plánetu) úr pappír og höfðu þær í réttum stærðarhlutföllum. Mælikvarðinn var þannig að 1.000 km á reikistjörnunni voru bara 1 mm á blaðinu. Þannig varð Jörðin tæpir 13 mm í þvermál en Júpiter 143 mm (14,3 cm). Á þeim sama mælikvarða er sólin algjör risi, meira en metri í þvermál !.
Sólin var svo teiknuð á töfluna og reikistjörnurnar límdar upp í réttri röð frá henni, eins og sést á myndinni hér að neðan.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School