Staða aðstoðarskólastjóra laus til umsóknar
Staða aðstoðarskólastjóra laus til umsóknar
Staða aðstoðarskólastjóra í Stóru-Vogaskóla er laus til umsóknar.
Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skólastarf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi í skólanum.
Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsfólk, foreldra og nemendur. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og jafnframt deildarstjóri á yngra stigi og ber ábyrgð á og stjórnar daglegu starfi þess. Leitað er að faglegum leiðtoga til að leiða breytingar á skólastarfi í anda kennsluhátta 21. aldar.
Helstu markmið og verkefni:
· Fagleg forysta
· Vera staðgengill skólastjóra í fjarveru hans
· Stuðla að framþróun skólastarfsins
· Halda utan um og skipuleggja forfallakennslu
· Stundatöflugerð
· Halda utan um deildarstjórn á yngra stigi skólans
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Leyfisbréf sem grunnskólakennari og kennslureynsla í grunnskóla
· Farsæl stjórnunar- og kennslureynsla
· Góðir skipulagshæfileikar og lipurð í samskiptum
· Reynsla af umsjón með innleiðingu á nýrri aðalnámskrá grunnskóla æskileg
· Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á skólaþróun
· Góða þekkingu á Mentor og notkun þess
Umsókninni skal fylgja ferilskrá um störf umsækjanda, menntun og stjórnunarreynslu sem og nöfn tveggja umsagnaraðila.
Umsækjendur skili umsókn í tölvupósti á netfangið halfdan@vogar.is fyrir föstudaginn 29. mars 2019. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla í síma 440-6250.