8. mars 2019

Stærðfræðikeppni FS

 Verðlaun afhent í stærðfræðikeppni

 

Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent í Fjölbrautarskóla Suðurnesja fimmtudaginn 7. mars.

Keppnin fór fram í Fjölbrautarskólanum þann 19. febrúar og 5 nemendur Stóru-Vogaskóla tóku þátt í keppninni sem fer þannig fram að þeir mæta í FS eftir skóla og byrja á því að fá pizzu og gos/vatn svo enginn fari nú svangur í keppnina. Eftir það fara krakkarnir í stofur í FS og keppa í stærðfræði. Við í skólanum erum gríðarlega stolt af þessum nemendum sem gefa sér tíma til að taka þátt í svona keppni. Það þarf þor og áræðni til að taka þátt, og svo er alltaf von um að vinna til verðlauna. En það er keppt í 3 flokkum, nemendur 8. bekkjar, nemendur 9. bekkjar og nemendur 10. bekkjar. Það er Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum flokki eru 20.000 kr., 15.000 kr. fyrir annað sætið og 10.000 kr. fyrir þriðja sætið.

Dagur Þór Þorsteinsson nemandi okkar í 8. bekk hreppti 1. sætið í sínum flokki og óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.

 

Dagur Þór

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School