Starfsdagur í Stóru-Vogaskóla
Á starfsdegi í skólanum var tækifærið notað til að kalla saman sameiginlegan fund með öllu starfsfólki í sveitarfélaginu. Aðalefni fundarins var:
Samskipti og vellíðan á vinnustað – Vinnustofa í umsjón Þórhildar Þórhallsdóttur, félagsfræðings
Markmið starfsdagsins eru:
- Fræðast um starfsanda og starfsánægju
- Styrkja samskiptin, efla traust og efla hópinn
- Ræða innri mál sem varða starfsanda og móral
- Að eiga saman góðan dag
- Skiptast á skoðunum um eigin vinnustað
- Efla starfsandann
Sjá myndir á myndavef skólans.