2. maí 2011

Starfsemi umhverfisnefndar Stóru-Vogaskóla

Stóru-Vogaskóli kominn á græna grein
 
Stóru-Vogaskóli tekur nú þátt í grænfánaverkefninu sem Landvernd sér um hér á landi. Hafin er vinna við að skoða umhverfismálin í skólanum, finna út hvað þurfi að bæta og marka skólanum umhverfisstefnu.
 
Stofnuð hefur verið umhverfisnefnd í skólanum sem í eru fulltrúar bæði starfsfólks og nemenda. Bekkirnir hafa kosið þessa nemendur í nefndina:
5. bekkur: Aron Snær og Helga Sif
6. bekkur: Hlynur Freyr og Nökkvi
7. bekkur: Hrafnkell og Röskva
8. bekkur: Gunnar og Hrafnhildur
9. bekkur: Anna Kristín og Daníel Andri
10.bekkur: Bjarmi og Þórarinn.
Umsjónarkennarar sjáum að virkja nemendur í yngstu bekkjunum.
Af hálfu starfsfólks eru Svava, Særún, Oktavía og Þorvaldur í nefndinni og fleiri kallaðir til eftir þörfum.
Nefndin hóf störf í mars. Fyrsta verkefnið var að meta ástandið í skólanum með hjálp gátlista sem Landvernd gefur út. Fulltrúar nemenda fóru um skólann, könnuðu málin og töluðu við fólk. Í framhaldi tók nefndin saman lista með atriðum sem eru í lagi og gerði tillögur um úrbætur þar sem þess er þörf.
 
Skólinn er þegar búinn að semja við Íslenska gámafélagið um að taka við flokkuðu sorpi frá skólanum fyrir heldur lægra verð en fram að þessu hefur verið greitt fyrir að hirða óflokkað sorp. Einnig hafa innkaupamál skólans verið tekin rækilega í gegn og lögð áhersla á sparnað og að nýta umhverfisvænar vörur. Í framhaldi þarf að huga að orkunýtingu, umferðarmálum og ekki síst hvernig við fræðum nemendur um umhverfis- og auðlindamál. Næsta mál nefndarinnar er að skipuleggja flokkun sorps í skólanum.
 
Þegar skólinn getur sýnt fram á að hann sé til fyrirmyndar í umhverfismálum fær hann leyfi til að flagga grænfána til merkis um það. Nú þegar hafa um 100 íslenskir skólar á öllum skólastigum leyfi til að flagga grænfána og margir skólar eru að vinna markvisst að því að ná því marki.
 
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um lönd sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nú taka þátt skólar með u.þ.b. 10 milljón nemendum í 60 löndum. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. 
 
Umhverfisnefnd Stóru-Vogaskóla
Hér í viðhengi má sjá upplýsingar um starfsemi umhverfisnefndarinnar:

Upplýsingar frá umhverfisnefnd

Umhverisnefndin: Fremri röð frá vinstri: Daníel Andri, Gunnar, Anna, Hrafnhildur Ýr, Röskva og Þorvaldur.
Aftari röð frá vinstri: Þórarinn, Oktavía, Særún og Svava.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School