10. febrúar 2009

Stefnumót við framtíðina - fundur 11. febrúar

Stefnumót við framtíðina -


undirbúningur að skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Voga -
verður í félagsmiðstöðinni miðvikudaginn 11. febrúar  2009 kl. 17.00-19.00.


Kæru Vogamenn !
Á öðru stefnumóti Vogamanna við framtíðina verður umræða og kynning á drögum að skólastefnu Voga.
Frá því stefnumót var haldið í nóvember hefur samráðshópur fjallað á þremur fundum um hlut nemenda og starfsmanna í skólastefnu. Umræður hafa verið líflegar, áhugaverðar og þær hafa verið undirstaða vinnu verkefnisstjórnar. Nú er staldrað við, afraksturinn kynntur og óskað eftir innleggi frá þeim fjölmörgu sem hafa góðar hugmyndir um framtíðina.
Dagskrá:
1. Stefnumótið hefst, Áshildur Linnet formaður fræðslunefndar
2. Kynning á drögum að skólastefnu, Eirný Vals
3. Umræður
4. Hugarflug – Hugmyndir íbúa Voga að innihaldi skólastefnu
5. Stefnumóti frestað, Áshildur Linnet formaður fræðslunefndar

Eftir stefnumótið verður haldið áfram að vinna með þær hugmyndir sem koma fram. Í samráðshópnum eru fulltrúar skólanna, félagsstarfsins, foreldra, ungmenna og nemenda auk annarra þeirra sem hafa áhuga á að koma að mótun stefnunnar. Fram til vors verður svo unnið með tvö viðfangefni; samskipti heimila og skóla og samfélagið og skólarnir.
Það er von okkar að sem flestir Vogamenn nýti sér tækifærið til að hafa áhrif á mótun stefnu bæjarins í þessum mikilvæga málaflokki.
Kveðja,
Verkefnisstjórn um skólastefnu

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School