3. mars 2010

Stoppleikhópurinn með sýningu í Stóru-Vogaskóla

Miðvikudaginn 3. mars fengu nemendur mið- og efstastigs í Stóru-Vogaskóla góða gesti í heimsókn. Þá sýndi Stoppleikhópurinn tvö leikrit í Tjarnarsal, þ.e. Bólu-Hjálmar og Hans klaufa. Var gerður rómur að leiksýningunni og í stuttu spjalli við nokkra í leikhópnum kom fram mikil ánægja þeirra við undirtektum nemendanna. Sjá myndasíðu.
 
Á heimasíðu leikhópsins er m.a. að finna eftirfarandi upplýsingar um þessi tvö leikrit sem og önnur verk sem hópurinn vinnur með. Leikhópurinn hefur starfað í um 15 ár og hefur farið um allt land og sýnt í mjög mörgum skólum.
 
Bólu-Hjálmar
 
Höfundar verks og tónlistar: Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson
og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals.
Leikarar: Eggert Kaaber, Magnús Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir.
Hjálmar Jónsson var kotbóndi á Norðurlandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Fátækur og smáður þurfti hann að þola yfirgang betur settra
bænda, fyrirlitningu sveitunga sinna og linnulitlar dylgjur um óheiðarleika og þjófnað. Enda bjó hann yfir vopni sem allir óttuðust.
Leikverk fyrir ungt fólk um ógnir óréttlætisins, afl orðsins og töframátt skáldskaparins.
 
Hans klaufi

Þetta uppbyggjandi ævintýri fjallar um Hans Klaufa og bræður hans en þeir eru á leið til konungshallarinnar að biðja kóngsdóttur. Hún hefur nefnilega látið þau boð út ganga að sá sem kemur bestu orði fyrir sig hlýtur hana fyrir konu og síðast en ekki síst allt konungsdæmið. Þegar Hans Klaufi fréttir þetta ætlar hann sko ekki að missa af neinu. Hann ætlar líka til konungshallarinnar að biðja kóngsdóttur.

Sýning Stoppleikhópsins: "Bólu-Hjálmar" var valinn Barna og unglingasýning ársins 2009 á Grímuverðlaunahátíðinni sem haldinn var 16 júní síðastliðinn í Borgarleikhúsinu.
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School