22. mars 2010

Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Gerðaskóla í Garði fimmtudaginn 18. mars. Þar komu fram nemendur frá Grunnskólanum í Grindavík, Gerðaskóla í Garði og Stóru-Vogaskóla. Baltasar Bjarmi Björnsson, Dagný Vala Kristinsdóttir, Íris Ösp Sigurðardóttir og Gunnar Róbert Rúnarsson komu fram fyrir hönd Stóru-Vogaskóla en þau urðu hlutskörpust í undankeppni skólans sem fram fór 11. mars. Þau stóðu sig með prýði og voru skólanum til sóma. 
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, standa að keppninni í samstarfi við fræðslu-skrifstofur og skóla víðs vegar um landið. Markmið með upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin á lokahátíðinni. Í ár voru úrslitin sem hér segir:
 Í fyrsta sæti varð Margrét Rut Reynisdóttir Grunnskóla Grindavíkur, í öðru sæti varð Valgerður María Þorsteinsdóttir Grunnskóla Grindavíkur og í þriðja sæti varð Margrét Edda Arnardóttir Gerðaskóla í Garði. Þær fengur viðurkenningarskjal og peningaverðlaun. Allir keppendur á lokahátíðinni fengu viðurkenningarskjal og bók í verðlaun fyrir frammistöðu sína í keppninni.

Dagný Vala, Baltasar Bjarmi, Gunnar Róbert og Íris Ösp þátttakendur frá Stóru-Vogaskóla.

Sjá fleiri myndir í myndasafni skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School