Stóra upplestrarkeppnin - úrslit í Stóru-Vogaskóla
Að þessu sinni fara úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fram í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Þar keppa nemendur 7. bekkja í Vogum, Grindavík og Garði. Keppnin hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Í keppninni eru farnar tvær umferðir og síðan eru tónlistaratriði í hléi. Keppendur af hálfu Stóru-Vogaskóla eru Sædís María Drzymkowska, Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir, Aron Ingi Gestsson og Sóley Ósk Hafsteinsdóttir. Til vara er Natalía Ríkharðsdóttir.