24. febrúar 2014

Stóra Upplestrarkeppnin

           

Undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hófst á degi íslenskrar tungu í nóvember síðastliðnum. Tilgangur upplestrarkeppninnar er að vekja áhuga nemenda á upplestri og vandaðri framsögn og er hún ætluð nemendum 7.bekkjar um land allt.

Nemendur í 7.bekk hafa unnið markvisst með upplestur í skólanum og heima og hafa þeir verið mjög áhugasamir og duglegir í þessu verkefni. 21.febrúar fór fram skólakeppnin í skólanum okkar. Þar voru fjórir nemendur valdir til að taka þátt í Lokahátíð keppninnar sem fram fer í Grindavík þann 20.mars. Þar munu þeir mæta nemendum frá Grunnskóla Grindavíkur og Gerðaskóla í Garði. Þeir sem keppa fyrir hönd skólans eru Kristófer Hörður Hauksson, Róbert Ívan Einarsson, Sigurdís Unnur Ingudóttir og Sóley Perla Þórisdóttir.

Það er ánægjulegt að sjá hve marga góða upplesara skólinn hefur og má segja að allir sem tóku þátt í verkefninu eru sigurvegarar þar sem þeir komu fram og lásu fyrir skólafélaga sína. Það eitt er mikið afrek.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School