11. mars 2015

Stóra upplestrarkeppnin

 Stóra upplestrarkeppnin

12. mars 2015

Lokahátíð Stóru-upplestrarkeppninnar verður haldin í Stóru-Vogaskóla, fimmtudaginn 12.mars kl.17

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk Gerðaskóla í Garði, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla sem valdir hafa verið á hátíðum í grunnskólunum lesa brot úr skáldverki og ljóð.

Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. 

Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar úr skólunum.

Skáld Stóru upplestrarkeppninnar að þessu sinni eru Guðrún Helgadóttir og Anton Helgi Jónsson.

 Hátíðin verður haldin í Tjarnarsal, fimmtudaginn 12.mars kl. 17.00.

Við hvetjum foreldra, forráðamenn, afa, ömmur, frænkur, frændur og aðra velunnara til að mæta. Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi.

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School