29. febrúar 2016

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er árlegur viðburður við skólann og var hún haldin hátíðleg föstudaginn var. Nemendur 7.bekkjar komu saman á sal og lásu upp textabrot og ljóð sem þeir hafa æft af kappi síðan í nóvember. Tilgangur upplestrarkeppninnar er að æfa upplestur og þjálfa nemendur í að koma fram og lesa upp fyrir áheyrendur. Það er mikill sigur fyrir alla sem taka þátt í æfingaferlinu og skólakeppninni.

Fjórir nemendur voru valdir úr hópnum til að keppa fyrir hönd skólans á Lokahátíð upplestrarkeppninnar sem fram fer í Gerðaskóla í Garði. Þar munu þeir keppa við nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur og Gerðaskóla í Garði. Eftirfarandi nemendur urðu fyrir valinu: Gabriella Sif Bjarnadóttir, Hekla Sól Víðisdóttir, Óðinn Þór Sigurðsson Hansen og Súsanna Margrét M. Tómasdóttir. 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School