Bekkjarkeppni - stóra upplestrarkeppnin
Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.b.
Þann 25. mars fór bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Stóru-Vogaskóla. Eftir frábæran lestur nemenda á sögunni Kennarinn hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og völdum ljóðum eftir Kristján frá Djúpalæk, settust dómarar keppninnar yfir það vandasama hlutverk að velja þá þrjá sem munu keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar í apríl. þau sem voru valin til þátttöku í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar voru Tristan Dagur Þórisson, Friðjón Ingi Davíðsson og Birta Helen Sigurðardóttir. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Í lokakeppninni, sem fram fer í Stóru-Vogaskóla þann 28. apríl, munu þau etja kappi við nemendur er báru sigur úr bítum úr Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur og Sandgerðisskóla.