Stóra upplestrarkeppnin 7.b
Stóra upplestrarkeppnin er árlegur viðburður við skólann og var hún haldin hátíðleg föstudaginn 1.mars sl. Nemendur 7.bekkjar komu saman á sal og lásu upp textabrot og ljóð sem þeir hafa æft af kappi. Tilgangur upplestrarkeppninnar er að æfa upplestur og þjálfa nemendur í að koma fram og lesa upp fyrir áheyrendur. Það er mikill sigur fyrir alla sem taka þátt í æfingaferlinu og skólakeppninni.
Fjórir nemendur voru valdir úr hópnum til að keppa fyrir hönd skólans á Lokahátíð upplestrarkeppninnar sem fram fór í Gerðaskóla í Garði. Þar kepptu þau við nemendur úr Grunnskóla Grindavíkur, Sandgerðisskóla og Gerðaskóla í Garði.
Eftirfarandi nemendur urðu fyrir valinu Aníta Mjöll, Ingibjörg Lára til vara, Logi og Jenetta Líf og stóðu þau sig með stakri prýði
Hér má sjá fleiri myndir af bæði bekkjarkeppninni og einnig Lokahátíðinni í Garðinum