25. maí 2011

Stóru-Vogaskóli fær viðurkenningu frá Heimili og skóla

Samtökin Heimili og skóli veittu í gær verðlaun og viðurkenningar, þ.e. foreldraverðlaun, ein hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun. Fjölmargir voru tilnefndir og var Stóru-Vogaskóli og Svava Bogadóttir skólastjóri meðal þeirra. Var það vegna verkefnisins Samvera á sal sem hefur verið í gangi undanfarin ár. Frétt um afhendingu verðlaunanna má sjá á heimasíðu samtakanna.
Um tilnefningu skólans var eftirfarandi sagt: Samverustundir á föstudögum þar sem nemendur skapa sýningu, t.d. með leikþáttum, söng og fl. þar sem einn bekkur sér um hverja stund vikulega. Þessi samvera eykur sjálfstraust nemendanna og þjálfar þau í að koma fram. Á hverri samkomu er foreldrum sérstaklega boðið og hafa þeir nýtt sér þetta mjög vel.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School