9. október 2008

Sýningar 6. og 7. bekkjar haustið 2008

Í haust hefur 6. bekkur verið að læra um líf í fersku vatni með Vogatjörn sem aðalviðfangsefni. Á sama tíma hefur 7. bekkur verið með lífríki í sjó sem þema. Þessum lotum lauk með því að nemendur héldu sýningar á verkum sínum og á lílfverum sem þau hafa verið að læra um; 6. bekkur þriðjudaginn 21. okt. og 7. bekkur mánudaginn 20. okt. Báðir bekkirnir héldu fyrst á skólatíma sýningu fyrir yngri deildir skólans og elstu leikskólanemendur. Um kvöldið héldu þeir sér sýningu fyrir fjölskyldur sínar og tók fólk með sér góðgæti þannig að þetta voru á allan hátt hugguleg bekkjarkvöld – fín stemming og góð mæting.
Aðal trompið þetta árið er ný smásjá sem hægt er að stækka með örsmáar lífurur og taka af þeim myndir eða vídeó og setja í tölvu. Einnig er hægt að varpa myndunum upp á vegg og senda þær í tölvupósti. Á þennan hátt opnast nýr örsmár heimur sem er með öllu ósýnilegur með berum augum.
Þorvaldur Örn.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School