Teiknisamkeppni
Teiknisamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk og nemendur á unglingastigi var haldin fyrir nokkru á vegum Listasafns Reykjavíkur. Verk tveggja nemenda úr 7. bekk Stóru-Vogaskóla voru valin á sýningu sem opnar í Hafnarhúsinu laugardaginn 12. nóvember 2011. Nemendurnir heita Arnór Einar Georgsson og Hlynur Freyr Harðarson. Tilkynnt verður um vinningshafa samkeppninnar í hverjum flokki við opnun sýningarinnar kl. 14. á opnunardegi.