Þakkir vegna námsvers
Í byrjun þessa skólaárs hófst starfsemi námsvers í Stóru-Vogaskóla og e.t.v. er það hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi .
Við stofnun námsversins á tímum aðhalds og sparnaðar var leitað eftir aðstoð samfélagsins. Kallinu svaraði m.a. Kvenfélagið Fjóla með veglegum fjárstyrk að upphæð kr 50.000 . Peningagjöfin hefur sannarlega komið að góðum notum og hefur verið nýtt til ýmissa gagnakaupa og hafa verið keyptar bækur, spil, púsl, ýmis hjálpargögn o.fl.
Kennarar og nemendur námsversins vilja hér nota tækifærið og þakka Kvenfélaginu Fjólu kærlega fyrir rausnarlega gjöf.
Ingibjörg og Kristín