23. október 2015

Þemavika og vetrarfrí

Í dag var síðasti dagur þemavikunnar sem bar yfirskriftina Betri heimur-betra líf. Nemendur hafa síðan á þriðjudaginn unnið alls konar verkefni sem tengjast m.a. heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þau má sjá á http://un.is/um-sameinudu-thjodirnar/unnid-med-baettum-heimi

Þau hafa orðið margs vísari um líf og aðstæður fólks víða um heim og hafa í sameiningu skráð og kynnt hugmyndir um t.d. það hvernig útrýma má fátækt og passa upp á umhverfið. Þau hafa unnið saman í hópum og í morgun var þeim skipt í hópa þar sem öllum aldri var blandað saman. Þau eldri gættu þeirra yngri, þau leystu saman ýmsar þrautir, inni og úti, og í frímínútum komu allir með sinn hóp í Tjarnarsal þar sem þau fengu ávexti og vatn. Við erum mjög ánægð með vinnusemi, sköpun og samheldni nemenda sem voru sjálfum sér til sóma. Myndir má sjá í myndasafni og sömuleiðis á instagram undir #storivinur.

 

Við minnum á að mánudaginn 26.okt. og þriðjudaginn 27.okt. er vetrarfrí í skólanum og miðvikudaginn 28. okt. er starfsdagur (skipulagsdagur) hjá starfsfólki.

Fimmtudaginn 29.okt. er síðan foreldradagur, þá koma foreldrar með börnum sínum í skólann og eiga stuttan fund með umsjónarkennara. Aðrir kennarar eru líka til viðtals ef óskað er eftir því.

Föstudaginn 30.okt mæta nemendur síðan í skólann samkvæmt stundaskrá. Athugið að þann dag fengu 10.bekkingar að ráða matseðlinum og þau elda, að sjálfsögðu með dyggri aðstoð Ellu og Dísu.

Bestu kveðjur

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School