Þrastarungi í skólanum
Annar bekkur fann stálpaðan skógarþrastarunga í Aragerði í morgun þegar þau voru þar í útikennslu í heimilisfræði með Margréti. Hann var þar og hreyfði sig lítið. Köttur hafði náð í hann og næstum hrætt úr honum líftóruna. Krakkarnir héldu að hann væri vængbrotinn en svo virðist ekki vera. Um hádegi var hann farinn að hoppa og flögra um og tísta. Hann var í glerbúri í skólanum með vatn og brauðmola hjá sér ásamt nokkrum mýflugum sem krakkarnir fundu handa honum. Þegar kennslu lauk fóru nokkrar stelpur undir forystu Kristínar í 5. bekk með ungann aftur upp í Aragerði að sleppa honum.
Það er athyglisvert að skógarþrestir skuli vera komnir með svo stálpaða unga snemma í maí. Einnig erum við minnt á hve kettir eru mikil skaðræðisdýr þegar fuglar eru annars vegar.
Þorvaldur Örn