Tímamótasamvera í Tjarnarsal á morgun
Það má með sanni segja að samveranan á morgun í Tjarnarsal boði merkileg tímamót. Dagskráin verður í höndum 1. bekkjar en inn í þeirra dagskrá koma tveir ágætir ,,gestahópar" ef svo mætti segja. Annar hópurinn eru nemendur í Tónlistarskóla Voga undir stjórn Laufeyjar Waage en hinn hópurinn sem er einnig frá tónlistarskólanum er undir stjórn Hannesar Guðrúnarsonar en hann hefur að undanförnu kennt á gítarnámskeiði í skólnum. Verður spennandi að sjá hversu góðum tökum nemendurnir hafa náð á hljóðfærum sínum. Eru foreldrar og aðrir aðstandendur hvattir til að mæta.