Tölum saman
Mánudaginn 3.febrúar var haldin fræðsla fyrir foreldra og unglinga í 7.- 10.bekk undir yfirskriftinni Tölum saman. Á fræðslunni var fjallað um kynlíf unglinga og mikilvægi þess að foreldrar séu virkir í fræðslunni og ræði við unglinginn á opinn og heiðarlegan hátt. Þar kom einnig fram að rannsóknir sýni að ef þessi málefni eru rædd á opinn og heiðarlegan hátt þá byrji unglingar seinna að stunda kynlíf og verða ábyrgari, einnig eru minni líkur á eftirsjá, kynsjúkdómum, ótímabærum þungunum og ofbeldi í samskiptunum. Kynfræðsla skilar sér í aukinni þekkingu og meðvitaðri ákvörðun um kynlíf og því er mikilvægt að foreldrar taki þátt í henni. Fræðslan var mjög áhugaverð og skemmtileg og þeir sem hana sóttu voru mjög virkir.