28. október 2013

Umhverfisnefnd Stóru-Vogaskóla heimsækir Íslenska gámafélagið 23. okt. 2013

Stóru-Vogaskóli er með grænfána og þar starfar umhverfisnefnd sem í eru nemendur og starfsfólk. Meðal annars er sorpið í skólanum flokkað og Íslenska gámafélagið sækir það og meðhöndlar í höfuðstöðvum sínum í Gufunesi. Kosið var í nýja umhverfisnefnd undanfarna daga. Þann23. okt. 2013 fóru bæði nýju og gömlu fulltrúarnir í skoðunarferð til að sjá með eigin augum hvað verður um ruslið sem við flokkum. Það fóru 20 nemendur og 2 starfsmenn (Oktavía og Þorvaldur). Ferðin tókst vel, eins og ætti að sjást hér: myndband

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School