Upplestrarkeppni á degi íslenskrar tungu
Litla og Stóra upplestrarkeppnin hjá 4. og 7. bekk Stóru-Vogaskóla var sett í dag, á Degi íslenskrar tungu. Að venju hefur hún verið sett í Tjarnarsal en vegna samkomutakmarkana var hún eingöngu sett í hvorum bekk fyrir sig. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði.
Fram að lokakeppni sem verður í mars er verkefnið í höndum umsjónakennara sem fylgjast með lestrarframvindu bekkjarins. 4. bekkur mun m.a. fara í leikskólann og lesa fyrir leikskólabörn. Lokahátíð 4. bekkjar er svo haldin í Tjarnarsal á vormánuðum þar sem bekkurinn les upp fyrir foreldra nemenda í bekknum. Í 7. bekk er upplesturinn æfður í bekknum. Lokahátíð bekkjarins verður svo haldin hátíðleg í vor með grunnskólunum í Grindavík, Garði og Sandgerði.