12. desember 2014

Upplestur í Álfagerði

Þriðjudaginn 9. desember var aðventustund hjá eldri borgurum í Álfagerði. Á dagskrá voru ýmis skemmtiatriði. Þar á meðal voru fjórði og sjöundi bekkur Stóru-Vogaskóla sem fluttu kvæðin Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum og Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi. Kvæðaflutningur bekkjanna var liður í upplestrarkeppni sem báðir bekkirnir taka þátt í á vorönn. Annars vegar er það Litla-upplestrarkeppnin sem fjórði bekkur tekur þátt í, og hins vegar Stóra-upplestrarkeppnin sem sjöundi bekkur er þáttakandi í. Nemendur stóðu sig mjög vel og var gaman að fylgjast með þeim fara með ljóðin.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School