Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni
Úrslitakeppni í Stóruvogaskóla
Í gær fóru fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni þar sem þátt tóku Grunnskóli Grindavíkur, Grunnskólinn í Garði og Stóru-Vogaskóli. Þetta var mjög skemmtileg stund og voru fjölmargir sem mættu í skólann til að fylgjast með. Dómnefnd var skipur þeim Baldri Sigurðssoni, Ástu Óskarsdóttur, Fanneyju Pétursdóttur og Höllu Jónu Guðmundsdóttur. Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti - Kolbrún Hrafnkelsdóttir úr Stóru-Vogaskóla
2. sæti - Ríkharður Bjarni Einarsson úr Gerðaskóla
3. sæti - Aron Ingi Gestsson úr Stóru-Vogaskóla.
Á myndinni er lið Stóru-Vogaskóla: Aron Ingi, Sóley Ósk, Sædís, Natalía og Kolbrún.