4. apríl 2009

Velheppnuð árshátíð

Með skemmtilegri árshátíð sem fram fór þann 2. apríl í Tjarnarsal lauk skólastarfinu fyrir páska og hefst það aftur þriðjudaginn 14. apríl. Á árshátíðinni voru nær allir nemendur skólans í einhverju hlutverki og stóðu þeir sig með mikilli prýði. Að loknum miklum æfingum með kennurum sínum fluttu þeir hin fjölbreyttustu atriði hinum fjölmörgu áhorfendum til augljósrar ánægju. Veitingum sem voru á höndum unglingadeildarinnar voru gerð góð skil og safnaðist drjúg upphæð í ferðasjóð að þessu sinni. Er hér með öllum sem að árshátíðinni komu, bæði nemendum, starfsmönnum skólans sem og áhorfendum, færðar bestu þakkir um leið og þess er óskað að allir megi eiga ánægjulega páskahátíð. Myndir frá árshátíðinni má sjá á myndavef skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School