30. apríl 2014

Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautarskóla Suðurnesja þann 11. mars s.l. Þátttakendur voru 149 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu þeir pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl.15:00 og stóð til kl 16:30.  

Verðlaunaafhending fór síðan fram á sal FS miðvikudaginn 23. apríl.  Þar mættu 10 (eða 11) efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og stjórnendum grunnskólanna.  Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal.  Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.  Fyrsta sæti fékk 20.000 kr,, annað sætið 15.000 kr. og 3 sætið 10.000 kr. en þrír efstu í 10. bekk fengu líka líka grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.  Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Elmar Geir Jónsson frá Íslandsbanka sem veittu verðlaunin.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 71:
Í 1. sæti var  Zúzanna Korpak, Holtaskóla.
Í 2. sæti var  Milosz Wyderski, Myllubakkaskóla.
Jöfn í 3.- 4. sæti voru Bragi Már Birgisson, Heiðarskóla, og Natalía Líf Guðmundsdóttir Holtaskóla.  
Í 5. sæti var Jadyn Margrét Jackson, Stóru-Vogaskóla.
Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Birgir Örn Hjörvarsson, Njarðvíkurskóla.
Brynjar Atli Bragason, Njarðvíkurskóla.
Dagný Halla Ágústsdóttir, Holtaskóla.
Kristín Fjóla Theódórsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði.
Tara Sól Sveinbjörnsdóttir, Njarðvíkurskóla.

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar  voru þátttakendur 46.
Í 1. sæti var Gunnhildur Gyða Östrup Björnsdóttir, Holtaskóla.
í 2. sæti var Ástrós Brynjarsdóttir, Holtaskóla.
Í 3. sæti var Magnús Magnússon, Heiðarskóla.
Í 4. sæti var Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Gerðaskóla.
Í 5.  sæti var Andrea Einarsdóttir, Heiðarskóla.
Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Aníta Rún Helgadóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Davíð Már Jóhannesson, Njarðvíkurskóla.
Nökkvi Már Nökkvason, Grunnskóla Grindavíkur.
Sandra Dögg Georgsdóttir, Holtaskóla.
Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir. Holtaskóla.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 32.
Í 1. sæti var Björgvin Theódór Hilmarsson, Heiðarskóla.
Í 2. sæti var Sebastian Hubert Klukowski, Grunnskólanum í Sandgerði.
Í 3. sæti var Tinna Björg Gunnarsdóttir, Holtaskóla.
í 4. sæti var Agata Jóhannsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Í 5. sæti var Elsa Kristín Kay Frandsen, Stóru-Vogaskóla.
Í 6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Aleksei Voronin, Holtaskóla.
Geirmundur Ingi Eiríksson, Heiðarskóla.
Kolbrún Júlía G. Newman, Holtaskóla.
Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði.
Una Margrét Einarsdóttir, Gerðaskóla.
Þórveig Hulda Frímannsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.

Að lokinni verðlaunaafhendingu gæddu viðstaddir sér á veitingum í boði skólans.

 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School