30. apríl 2009

Vettvangsferð 1. og 2. bekkjar

Alþingi heimsótt........

Þriðjudaginn 5. maí fara nemendur 1. og 2. bekkjar í vettvangsferð til að kynna sér Alþing Íslendinga.  Þetta er lokaáfanginn í 7 vikna þemanámi þar sem þau hafa m.a. lært um Alþingið og stofnun þess, stjórnun landsins, fánann, landvættina og þjóðsönginn.
Börnin fara í rútu til Reykjavíkur klukkan 8:15.  Í Alþingishúsinu verður tekið á móti þeim og húsið sýnt.  Þau fá að koma í þingsalinn og á þingpalla auk þess sem þau fá að sjá aðrar vistarverur hússins. Starfsmenn Alþings munu segja börnunum frá starfsemi þingsins.
Nemendur munu ganga um miðbæ Reykjavíkur, skoða styttuna af Jóni Sigurðssyni, skoða ráðhúsið og enda ferðina á því að gefa öndunum brauð.  Sjá myndir á heimasíðunni.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School