5. desember 2022

Vettvangsferð 7.bekkjar

Vettvangsferð 7.bekkjar

Á miðvikudaginn fór 7. bekkur í aðeins lengri vettvangsferð en vanalega þegar farið var í Þekkingasetur Suðurnesja. Í náttúrufræði höfum við síðan í haust verið að fræðast um lífríki fjöru og sjávar og notið þess að hafa fjöruna við húshornið hjá okkur. Á Þekkingasetrinu er safn allskyns lífvera, uppstoppaðar, þurrkaðar eða hlutar lífvera sem við höfum einmitt verið að fræðast um. Þar er einnig sýningin Heimskautin heilla sem fjallar um ævi og störf franska læknisins, náttúrufræðingsins og heimskautafarans Baptiste Charcot (1867-1936) en hann fórst með rannsóknaskipi sínu, Pourquoi-Pas? við Ísland.   

Við fengum svo kynnisferð um rannsóknasetrið þar sem vísindamenn eru að störfum við vöktun á breytingum í hafinu og fuglaverkefnum. Við sáum lífverur úr botndýrarannsókninni Bioice sem stóð yfir fyrir nokkrum árum þar sem greindir voru tugir nýrra tegunda sem ekki þekktust áður. Við enduðum svo ferðina á að handleika nokkra lifandi krabba og krossfiska.  

Frábær ferð í alla staði og krakkarnir voru til fyrirmyndar, hlustuðu, spurðu og höfðu gaman af.   

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School