30. nóvember 2017

Viðurkenning eTwinning

Nemendur í 7. bekk (nú 8. bekk) Stóru-Vogaskóla tóku þátt í eTwinning verkefni veturinn 2016-2017 ásamt nemendum úr skólum frá Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Heiti verkefnisins á íslensku er „Þú getur sprungið“? Líf í nálægð við eldfjall og unnu nemendur verkefni sem tengdust elstöðvum og elfjöllum í þátttökulöndunum.  

Nemendurnir í Stóru-Vogaskóla  unnu kynningar bæði í PowerPoint og á myndum sem þau settu á veggi stofunnar sinnar og kynntu síðan vinnuna sína fyrir nemendunum með því að búa til myndbönd þar sem þau sýndu hvað þau hefðu verið að gera. Með vinnu sinni í verkefninu kynntust nemendur talsvert landafræði Íslands og öllum elfjallakerfum landsins ásamt Keili sem er jú það eldfjall sem er næst Vogum. Leiðbeinendur í verkefninu voru Marc A. Portal, Hannes Birgir Hjálmarsson og Hilmar Egill Sveinbjörnsson sem jafnframt var umsjónarkennari 7. bekkjar veturinn 2016-2017.

 

Meðfylgjandi er mynd af krökkunum í 7. bekk 2016-2017 í Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School