4. nóvember 2015

Vinaliðanámskeið, eldamennska og heimsókn

Föstudagurinn 30. október var mjög viðburðarríkur hér hjá okkur í Stóru-Vogaskóla.

 

Aron Már Björnsson kom og hélt vinaliðanámskeið og var það haldið í íþróttahúsinu okkar fyrir vinaliða í grunnskólum hér í  Vogum,

Sandgerði og Garði og skemmtu vinaliðar sér vel við að læra þá leiki sem þeir munu svo kenna öðrum nemendum í sínum skólum í frímínútum.

 

Svo kom Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri til okkar ásamt hópi fyrrum starfsmanna grunnskólans í Mosfellsbæ í skoðunarferð um

skólann okkar og fræddi Svava Bogadóttir skólastjóri þau um skólastarfið hjá okkur ásamt sögu, byggingu skólans og fleira.

 

10. bekkingar elduðu hádegismatinn, fyrir alla, og varð kornfleks kjúklingur fyrir valinu með sætum og venjulegum kartöflum.

Þau buðu líka vinaliðunum af námskeiðinu, Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra og hópnum frá Mosfellsbæ að njóta.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School