13. júní 2016

Vinaliðar

 

 

Nú er fyrsti vinaliðaveturinn í Stóru-Vogaskóla liðinn.  Verkefnið hefur gengið frábærlega og allir ánægðir með þetta nýja skipulag í frímínútunum. Gaman er að sjá hvað krakkarnir taka góðan þátt í leikjunum og eru dugleg að kenna hvert öðru.  Í vetur höfum við smátt og smátt náð að bæta við leikföngum og áhöldum, bæði með ábendingum frá krökkunum sjálfum og í samskiptum við vinaliða annara skóla.  Á hvorri önn hafa valist 20 krakkar úr 3.-7. bekk og fara þau öll á vinaliðanámskeið í upphafi annar, öll hafa þau staðið sig vel. Í lok hvorrar annar er farið í þakkarferð með vinaliðahópinn. Í janúar fórum við í skautahöllina og nú í maí fórum við með hópinn á Klambratún í leiki og í keiluhöllina og fengu báðir hóparnir pizzuveislu. Hlökkum til að halda áfram með þetta frábæra verkefni.

 

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School