14. mars 2011

Vinavika í Stóru-Vogaskóla

Í þessari vikur verða svonefndir vinadagar í skólanum þar sem yngri og eldri nemendur vinna saman eftir ákveðnu skipulagi. Hér má sjá dagskrá vikunnar.

Vinavika í Stóru-Vogaskóla 14. – 18. mars  2011.
 
 
Þessir bekkir verða paraðir saman:  
            1.b og   10.b
            2.b og   7.b
            3.b og   6.b
            4.b og   8.b
            5.b og   9.b
 
Bekkirnir hittast tvisvar:
Í fyrstu (kl. 8:00) kennslustund á þriðjudag og föstudag.
 
Á þriðjudaginn syngur yngri bekkurinn fyrir þann eldri og sá eldri les sögur fyrir þann yngri (mætti hugsanlega víxla líka?).
 
Á föstudag (eða fyrr) velur eldri bekkingur sér yngri bekking og hvert par teiknar aðra höndina sína (hlið við hlið) á maskínupappír og skreytir og skráir nöfnin við. Það þarf að búa til tvö sett svo hver bekkur fái sitt eintak til að hengja upp í stofunni sinni.
 
 
Umsjónarkennarar hvers bekkjarpars þurfa að hittast sem snöggvast og bera saman bækur.
Síðan þurfa þeir að undirbúa hver sinn bekk, t.d. í umsjónartíma ef þess er kostur.
 
 
Þorvaldur er boðinn og búinn að leika undir söng hjá einhverjum, verði þess óskað. Einnig að undirbúa einhvern af eldri bekkjunum ef einhver umsjónarkennari á erfitt með að koma því við.             

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School