Vinavikan - Íþróttadagurinn
Föstudaginn 20. febrúar var íþróttadagurinn haldinn í skólanum. Fyrstu tvo tímana var 1-4. bekkur uppi í íþróttahúsi að gera þrautir og 9. bekkur hjálpaði kennurunum við að aðstoða krakkana. Svo fóru 5-10. bekkur upp í íþróttahús og gerðu þrautir og svo spiluðu þau brennó.
Frétt skrifuð af Birgittu og Soffíu í 10. bekk (Fjölmiðlaval)