Vinavikan - Öskudagur
Miðvikudaginn 18. Febrúar var Öskudagur í Stóru-Vogaskóla. Margir nemendur mættu í búningum og margir kennarar líka. Þegar krakkar mættu í skólann klukkan 8:00 þá fóru allir bekkir í sínar stofur og bjuggu til blóm og tóku mynd af sér sem þau settu síðan í miðjuna á blóminu. Þetta var gert í fyrstu tvo tíma dagsins, sem að eru 80 mínútur. Síðan eftir nesti fór unglingastig í félagsvist sem að gengur útá það að fjórir spila saman og eftir hvert spil fær maður alltaf nýan mótherja. Á meðan var frjálst og bara svona sprell hjá 1. bekk. Hjá 2. bekk voru þau reyndar á síðustu stundu að gera blómin, en voru líka í kabblakubbum og tölvum og bara að leika sér. Síðan tók 3. bekkur orðið vinátta og og fundu orð sem tengjast vináttu. 4. bekkur fékk fólk og kennara til að skrifa jákvæð orð upp á vegg hjá þeim. Og síðan gerðu 5 og 6. bekkur vinadisk saman þar sem allir í 5 og 6. bekk skrifuðu eitthvað jákvætt. Eftir að 7. bekkur var búin að gera blómin sín þá fengu þau bara frjálsan tíma. Á meðan bakaði nemendaráð skólans pönnukökur handa öllum skólanum.
Fréttin er skrifuð af Kaleb í 9. bekk og Stefáni Svanberg í 8. bekk (Fjölmiðlaval)