Vinavikan - Vinaleikarnir
Fimmtudaginn 19. febrúar 2015 í voru haldnir vinaleikar Stóru-Vogaskóla. Á vinaleikunum var öllum skólanum skipt í 12 lið, liðin hétu öll eftir litum s.s. Hvíta liðið, Gula liðið o.s.frv. Hvert lið fór á ákveðna stöð í 15 mínútur og á 15 mínútna fresti var skipt um stöð, öll lið fóru 1x á hverja stöð. Hóparnir voru samansettir þannig að nemendur skólans gátu verið frá 1.bekk til 10.bekk, og það var gert til þess að nemendur skólans kynnist og þekktu ekki bara krakkana/unglingana í sínum bekk/árgangi. Sumar þrautir voru þannig að það var betra að vera lítil/lítill heldur en stór, en í sumum var betra að vera há/hár heldur en smá/smár. Á einni stöðinni var Instagram leikur sem gekk út á það að sýna myndir af ást, gleði, trausti, hamingju og skrifa síðan við myndina #vinaleikar. Hver hópur þurfti að setja að minnsta kosti 3 myndir inn á Instagram merkt við #vinaleikar.
Hér eru myndir frá vinarleikunum.
Frétt skrifuð af Kristínu í 8. bekk með aðstoð Lindu og Andreu í 10. bekk. (Fjölmiðlaval)