27. mars 2009

Vindahátíð í dag við Stóru-Vogaskóla

Vindahátíð fer fram á lóð Stóru-Vogaskóla í dag og hefst hún kl. 13:00. Eins og kunnugt er þá hafa nemendur grunnskólanna í Sandgerði og Vogum unnið saman að því að búa til alls kyns hluti sem hafa á einn eða annan hátt með vind að gera og ekki þarf að kvarta undan vindskorti á þessu svæði. Það eru allir velkomnir til að fylgjast með því sem fram fer. Nemendurnir ljúka síðan samstarfinu á því að gæða sér á veitingum á sal skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School