13. maí 2009

Vísindakeppni í Akurskóla fimmtud. 14. maí kl. 13 – 15.30

Valhópur úr 9. og 10 bekk Stóru-Vogaskóla verður meðal þátttakenda.
Við tókum líka þátt í fyrravor, en þá var verkefnið að virkja vistvæna orku. Okkar nemendur smíðuðu og kynntu þá “heilsufartölvu” þar sem maður gat hjólað á þrekhjóli og búið til rafmagn sem nægði fyrir eina fartölvu.
Nú í  ár er aðalverkefnið að smíða bát sem getur siglt fyrir vistvænni orku þvert yfir  sundlaugina í Akurskóla og hitt í mark (ratað í höfn). Einnig verður keppt í reiptogi yfir sundlaugina, liðin sem tapa detta auðvitað í laugina!
Í þriðja lagi keppa liðin í að leysa 10 þrautir sem kennarar við Fjölbrautaskólann útbúa í íþróttasal Akurskóla. Minnir svolítið á hið vinsæla árlega starfshlaup í FS.
Von er á 7 liðum frá 6 skólum. Það er lítið pláss fyrir áhorfendur (gesti), en nánustu ættingjar og vinir velkomnir.

Þorvaldur Örn Árnason náttúrufræðikennari

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School